New! Read & write lyrics explanations
  • Highlight lyrics and explain them to earn Karma points.

Tíminn flýgur áfram
Og hann teymir mig á eftir sér
Og ekki fæ ég miklu ráðið
Um það hvert hann fer

En ég vona bara hann hugsi
Soldið hlýlega til mín
Og leiði mig á endanum
Aftur upp til þín

Ég gaf þér forðum keðju
úr gulli um hálsinn þinn
Svo gleymdir þú mér ekki
í dagsins amstri nokkurt sinn

í augunum þínum svörtu
Horfði ég á sjálfan mig um hríð
Og ég vonaði að
ég fengi bara
Að vera þar alla tíð

Það er margt sem angrar
En ekki er það þó biðin
því ég sé það fyrst á rykinu
Hve langur tími er liðinn

Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum
Sem skiptir öllu máli
því að nóttin mín
Er dimm og ein
Og dagurrin á báli

Já og andlitið þitt málað
Hve ég man það alltaf skýrt
Augnlínur og bleikar varir brosið svo hýrt

Jú ég veit vel að ókeypis
Er allt það sem er best
En svo þarf ég
Að greiða dýru
Verði það sem er vest

Ég sakna þín í birtingu
Að hafa þig ekki við hlið mér

Og ég sakna þín á daginn
þegar sólin brosir við mér

Og ég sakna þín á kvöldin
þegar dimman dettur á

En ég sakna þín mest á nóttinni
Er svipirnir fara á stjá

Svo lít ég upp og sé
Við erum saman þarna tvær
Stjörnur á blárri festingunni
Sem færast nær og nær

ég man þig þegar augun mín
Eru opin hverja stund
En þegar ég
Nú legg þau aftur
Fer ég á þinn fundLyrics taken from http://www.lyricsmode.com/lyrics/e/emiliana_torrini/tvaer_stjrnur_lyrics.html

Correct | Report

songmeanings

Write about your feelings and thoughts

Know what this song is about? Does it mean anything special hidden between the lines to you? Share your meaning with community, make it interesting and valuable. Make sure you've read our simple tips.
u
Unregistered
Min 50 words
Not bad
Good
Awesome!

Featuredlyrics

Explain

Write an explanation

Your explanation
Add image by pasting the URLBoldItalicLink
10 words
Good
Cool
Awesome!
Explanation guidelines:
  • Describe what artist is trying to say in a certain line, whether it's personal feelings, strong statement or something else.
  • Provide song facts, names, places and other worthy info that may give readers a perfect insight on the song's meaning.
  • Add links, pictures and videos to make your explanation more appealing. Provide quotes to support the facts you mention.
Before you get started, be sure to check out these explanations created by our users: good, very good, great.
×